Friday, March 27, 2009

Síðasti heili dagurinn í Danaveldi...

Í gær fórum við í rútuferð. Hófst ferðin á því að við kíktum á ströndina. Norðangarri og strekkingur stóð í vegi fyrir að nemendur gætu tanað sig á sundfötum, en drengirnir náðu að hlaupa af sér hornin í flæðarmálinu. Því næst fórum við til Esbjerg á sædýrasafn, þar sáum við ýmsar sjávarskepnur í búrum og þeir hugrökkustu í hópnum klöppuðu litlum hákörlum. Við enduðum daginn í Esbjerg á því að fara í glæsilega innisundlaug. Þar gat hver og einn fundið eitthvað við sitt hæfi - hvort sem það var að hoppa niður af 5 m. háum palli, fá sér salibunu í rennibrautinni eða að liggja í rómversku spa-i.
Kvöldinu vörðu þau ýmist í félagsmiðstöðinni eða skelltu sér á kvennahandboltaleik.

Í dag byrjum við daginn hér í Kibækskole og nemendur vinna ljósmyndaverkefni sem þeir síðan eiga til minningar um góða daga í Danmörku og er nokkuð víst að sumir hafa eignast góða vini hér. Það verður með söknuði sem þeir kveðja sína "host-fjölskyldu" í fyrramálið, en jafnframt eru nemendur spenntir að koma heim til sinnar eigin fjölskyldu.
Nemendur hafa svo sannarlega sýnt sínar bestu hliðar í ferðinni og erum við stöllur sérlega ánægðar með þá alla.

Að lokum nokkrar myndir frá dönsku kennurunum...vegna tæknilegra örðugleika þá koma myndirnar frá okkur eftir heimkomu...



1 comment:

  1. While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
    EX : View Source.
    http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
    Written it very smart!
    I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
    (sr for my bad english ^_^)

    email: ya76oo@ya76oo.com
    thanks.

    ReplyDelete